sunnudagur, janúar 12, 2003

Þetta er búin að vera afskaplega róleg helgi hjá mér, fór í bíó í gær með þeim hjónakornum Þórunni og Ladda við fórum að sjá myndina "Hjem, kjæra hjem" eða eins og hún kallast á frummálinu "Sweet home Alabama". Þetta er alveg típísk stelpumynd þar sem maður gengur að öllu vísu og ekkert kemur á óvart. Ég er búin að vera byggja mig upp andlega fyrir lærdóm og er takmarkið í dag að opna bækurnar, ég þarf reyndar fyrst aðeins að rýma til á skrifborðinu

Ég er búin að bæta tveimur tenglum inná síðuna, það er tengill inn á blogg hjá einhverjum Ragga sem ég hef ekki hugmynd um hver er en hann er ansi hreint sniðugur bloggari og hvet ég alla til að kíkja á síðuna hans. Svo er tengill yfir á bloggið þeirra Eika og Emblu sem eru í Köben en Embla er einmitt í dýralæknanámi þar, Embla hefur reyndar ekki skrifað einn staf inní þetta blogg og vegna tölvuskorts þá bloggar Eiki mjög sjaldan en ég ætla samt að leifa þeim að vera með. Og svona meðan ég er að tala um Emblu þá ætla ég vinsamlegast að biðja hana um að skrifa í gestabókina, ég veit að hún les bloggið reglulega, takk fyrir.

Engin ummæli: