föstudagur, janúar 10, 2003
Ég þoli ekki þegar maður vaknar rúmum klukkutíma áður en vekjaraklukkan hringir og getur ekki sofnað aftur nema í svona 10 mín. það kom fyrir mig í morgun. Svo mætti ég í skólan reddí til að læra meira um efnaferla (eða rifja upp réttara sagt) en nei þá hafði tíminn sem átti að vera í dag verið í gær! svo enginn fyrirlestur, veit nú ekki hvenær þetta var ákveðið en ég Þórunn komum alveg af fjöllum og vorum hundfúlar yfir því að hafa verið dregnar á fætur og niðrí skóla til einskis. En það eru samt smá gleðifregnir það er búið að færa prófið til 22. apríl svo ég get farið að einbeita mér að rifja upp lífefnafræði og frumulíffræði fyrir prófið 28 febrúar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli