fimmtudagur, janúar 09, 2003
mikið sé ég eftir því núna að hafa ekki keypt neitt nammi í fríhöfninni, ég er að deyja mig langar svo í súkkulaði en í staðin sit ég hér og japla á epli. Ástæðan fyrir því að ég keypti ekkert nammi var að ég vissi að þessi stund myndi koma þannig að ég ákvað að hafa vit fyrir sjálfri mér plús það að ég var búin að borða allt of mikið af nammi og snakki um jólin. En já nú sit ég og læt mig dreyma um hinar ýmsu gerðir af M&M og afhverju er ekki hægt að kaupa poka þar sem öllum gerðunum er blandað saman? það væri algjör snilld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli