fimmtudagur, janúar 09, 2003

Jæja það virðist ætla rætast aðeins úr þessu með prófið, Kristin ein af þeim sem þarf að taka prófið talaði við studisjeffinn (hvernig svo sem það er nú skrifað) og fyrst sagði hún að ef allir nemendurnir samþykktu þá væri allt í lagi að flytja prófið til 22. apríl, 10 mínútum síðar hringdi Kristin aftur í mig og sagði að studisjeffinn þyrfti víst líka að tala við kennarana, klukkutíma seinna hringdi Kristin í þriðja skiptið og upplýsti mig um að það ekki hefði náðst í einn kennara (eða ég held það...) en við fengum að vita á morgun hvort prófið yrði fært sem sagt engin loforð gefin. Reyndar talaði Kristin alveg fullt og ég skildi minnst af því...heh skildi samt allt sem hún sagði fyrst þegar hún hringdi en eftir því sem hún hringdi oftar þeim mun minna skildi ég og þeim mun meira talaði hún, hún er líka frá Bergen og er með voða skrítinn hreim. Alveg agalegt að tala við fólk í síma þegar það talar bara útlensku.

En það er hyttetur núna um helgina (hytte = kofi) og ef ég þarf ekki að sitja við prófalestur þá held ég að ég skelli mér bara en það kemur allt í ljós á morgun.

Engin ummæli: