Þetta skipulagsleysi í skólanum mínum er alveg að fara með mig, hvernig er þetta hægt. Út af því að fólkið sem sér um cellebiologi kúrsinn sem ég er í núna misreiknaði sig svona rosalega (um einn mánuð) þá er allt brjálað að gera hjá krökkunum með mér í bekk, ég hins vegar finn voða lítið fyrir þessu þar sem ég hef lærði allt þetta efni í vor. Nú svo var verið að láta okkur vita endurtektarprófið í Dyrenes biologi verður næsta miðvikudag! við fáum ekki einu sinni viku fyrirvara, við fórum þrjár sem eigum að taka þetta próf og töluðum við einhverja konu sem ég veit ekki alveg hvað gerir og spurðum afhverju við hefðum ekki getað að fengið að vita þetta fyrir jól og svarið sem við fengum var að hún hefði ekki sjálf vitað það. Hinar stelpurnar voru að sjálfsögðu ekki sáttar því það er fullt að gera hjá þeim við að lesa um efnaferla en það sem mér finnst verst er að kannski verður prófið núna á miðvikudaginn og kannski ekki. Fólkið er að átta sig á því núna að kannski sé þetta svolítið vitlaus tímasetning og kannski væri hægt að hafa prófið eftir páska. Og hvenær ætla þau að láta okkur vita? á þriðjudaginn? Það var búið að segja að prófið yrði einhvern tíman eftir miðjan janúar svo þetta er kannski aðeins í fyrralagi en ég var nú búin að lesa í jólafríinu og bjóst svo við að geta lesið í viku fyrir próf en ég nenni ekki að fara á fullt núna að lesa og læra öll þessi dýr ef ég tek svo ekki prófið fyrr en í apríl! pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli