miðvikudagur, janúar 29, 2003

Ofurkind


Ég held að hér með ætti ég að vera ofurkind. Ástæðan er þessi: ég bar 13 kg örbylgjuofn frá elkó og heim til mín, vegalengd sem tekur venjulega 10 - 15 mín að labba og ég held að handleggirnir á mér séu að detta af, get með herkjum pikkað þetta en bara verð að stæra mig af þessu afreki. Ég fór sem sagt aftur í örbylgjuofnaleiðangur í dag og var núna með einn sérstakann ofn í huga þennan hér Ég vissi að þessi sami ofn fengist í Expert og þar sem strætóinn minn stoppar þar rétt hjá ákvað ég að tékka fyrst á verðinu þar, því dónarnir gefa ekki upp nein verð á netinu benda manni bara á að senda email í viðkomandi búð og spyrjast fyrir, alveg slæm þjónusta. En já ég fór í Expert og þar kostaði þessi sami ofn 400 kr meira en í Elkó næstum því 5000 kr íslenskar, mér fannst það vera heldur til mikill verðmunur, ég gæti þess vegna farið í Elkó keypt sama ofn, tekið leigubíl heim og samt borgað minna. Svo ég fór í Elkó og náði þar í síðasta eintakið af þessum líka ágætis ofni. Fyrst var auðvitað ekkert svo erfitt að bera ofninn, en samt alltaf frekar klaufalegt að halda á svona stórum kassa, en svo fór ofninn að síga í og þegar ég gekk fram hjá stoppustöð af strætó sem ég vissi að stoppaði ekki svo langt frá Bjölsen ákvað ég að tékka á tímanum, en nei þá hætti sá vagn að ganga rúmlega 16, hvaða hallæri er það? svo ég burðaðist áfram með ofninn og fann hvernig mjólkursýran hlóðst upp í handleggsvöðvunum, en það var ekki aftur snúið svo ég fór þetta meira á þrjóskunni en nokkru öðru. Ég vil taka það fram að ég sá engan leigubíl á leið minni heim annars hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um að taka einn. Svo ég er núna orðinn stoltur eigandi að örbylgjuofni sem ég held að útleggist sem heimilistæki nr 3 sem er núna í minni eigu, hin tvö eru brauðrist og handþeytari.

Engin ummæli: