þriðjudagur, janúar 28, 2003

Aldrei þessu vant dreymdi mig undarlega í nótt, þetta var einn af þessum hasardraumum sem mig dreymir stundum og hef bara gaman af, nema hvað þessi jaðraði við að vera martröð. Þannig var að ég og eitthvað fólk vorum stödd í húsi og húsið var reymt, einhver kvendraugur, og alltaf einhverjir spúkí hlutir að gerast. það er nú ósköp erftitt að lýsa þessum draumi en ég var voðalega hrædd, samt þegar ég vaknaði þá reyndi ég að fara sofa aftur til að klára, en það gekk ekki. Man eftir einu þá var ég að kíkja inní fataskáp í gegnum einhverja rimla og var að pota fötunum frá með herðatréi því ég þorði ekki að nota hendina, en á bak við öll fötin sá ég spegilmynd af sjálfri mér en mig grunaði samt að þetta væri ekki ég því stelpan sem horfði á móti var fæðingablett í andlitinu, og ég er ekkert með svona fæðingablett, svo allt í einu var herðatréð hrifsað úr höndunum á mér og ég hlóp æpandi í burtu. Svo einhvern vegin endaði þetta allt saman í öldusundlaug þar sem við vorum þrjú að reyna standa saman á brimbretti og gekk bara ágætlega við hringsóluðum um alla laugina, en þetta surfing var hluti af þrautum sem við þurftum að geta til að losna við drauginn. Mjög spennandi.

Engin ummæli: