mánudagur, desember 02, 2002

klukkan er 2 og ég er búin að pakka og mikið rosalega á ég mikið af dóti (samt ekki?!) fyllti stóru töskuna mína af fötum og bókum, ég ætla rétt að vona að taskan sé ekki mikið meira en 20 kg því þetta eru allt nauðsynlegir hlutir. Nú þar sem ég er að taka græjur heim fyrir bróður hans Arnars þá ætlar hann að skutla mér út á völl mjög þægilegt að sleppa við lestina.
Þar sem mig grunar sterklega að ég eigi eftir að eyða einhverjum tíma niðrá grensás að læra fyrir prófið mitt í janúar og líka fyrir prófið sem ég tek í febrúar þá mun ekki ríkja þögn hér á blogginu. Jæja best að vaska upp það litla sem er í vaskinum og tæma ískápinn, vil ekki fá neitt skríðandi á móti mér þegar ég kem heim (ekki það að ég sakna þess óskaplega að eiga ekki gæludýr, gæti kannski látið eitt vaxa í ískápnum meðan ég er á Íslandi...hugmynd??)

Engin ummæli: