laugardagur, desember 07, 2002

aaahhh loksin komin í tölvu...

Jæja halló halló allir aðdáendur mínir sem hafa eflaust beðið með óþreyju eftir að ég léti heyra í mér hérna á blogginu, ég sé að það hefur verið gífurleg ásókn í bloggið því teljarinn er núna kominn upp í 1078!! og hann hafði nú ekki náð 1000 þegar ég var hérna sunnudagsnóttina. En hvað hef ég verið að gera síðan ég kom heim til Íslands? veit ekki hvort ég nenni að telja upp allar mínar hreyfingar síðan ég yfirgaf flugvélina og ég held að það sé voða lítið gaman að lesa það... en allavega Ísland tók á móti mér með ekta slagveðri það var stormur og rigning mína fyrstu nótt á fróninu, Íslandi hefur örugglega verið búið að ofbjóða allt þetta góðviðri sem ég er búin að lifa við undan farna mánuði í Osló og ákvað að bæta úr vondaveðrisleysinu hjá mér bara eins skjótt að það fattaði að ég hafði stigið fæti á landið. Og þótt að við Íslendingar reynum að sannfæra okkur um að það sé gott veður hérna bara vegna þess að hitamælirinn sýnir að sem stendur séum við hlýjasta borgin í Evrópu þá virkar þessi sjálfsblekking ekki á mig lengur þegar fluttningabílar eru að fjúka út af vegunum hægri vinstri og þakið fýkur næstum því af vesturbæjarlauginni. Þá vel ég frekar frostið og snjóinn í Osló þar sem er enginn vindur.

En það er samt ósköp gott að vera komin heim. Núna er ég reyndar ein heima því ég var ekki fyrr komin en móðir mín stakk af með systur minni til Þýskalands og verður þar næstu daga.
Svo bauð ég kindunum heim í gærkvöld, upphaflega planið var að hafa þetta bara afslappað kindakvöld og engann mat en svo ákvað ég að elda nú ofan í kindagreyin, aðalega vegna þess að ég er orðin hundleið á brauði í kvöldmatinn og fyrst ég væri nú að fara elda á annað borð þá skipti ekki máli hvort ég eldaði fyrir einn eða sex og svo er miklu skemmtilegra að borða með öðru fólki. Nú skilja eflaust margir ekki hvaða kindur ég sé að tala um svo ég skal útskýra, við vinkonurnar í líffræðinni stofnuðum matarklúbb sem hét 6 svangar kindur, svo stalst einn lífefnafræðinemi til að vera með og urðum við þá 7 svangar kindur, við höfum svo allar sérstakt kinda heiti, það bleika kindin, skautakind, baukmosakind (en sú nafngift er í endurskoðun...bacillus kindalus kemur svona sterklegast til greyna), bílakind varð svo að fyrrverandi bílakind þegar hún missti bílinn en hefur núna fengið nafnið strákakind (við viljum ekki gefa upp ástæður þessarar nafngiftar og ákváðum í gærkvöldi að hin opinbera útskýring væri að strákakind þrjóskaðist við að pissa standandi...) svo er rauðhærða kind og ég var orbitrekk kind en er núna orðin norskakind og.... jiiii nú man ég ekki hvaða kind ólöf var... nýjakind? ekki skamma mig Ólöf...kusukind??

Engin ummæli: