sunnudagur, desember 01, 2002
ég á í vanda, mig langar alveg rosalega til að byrja pakka en hins vegar nenni ég ekki að vera alltaf að klofast yfir töskuna en þegar ég hugsa út í það þá held ég að taskann komist ekkert á gólfið þegar búið er að opna hana alveg... og þá verð ég að hafa hana í rúminu meðan ég pakka... og ekki nenni ég að hafa töskuna uppí rúmi í allt kvöld hvar á ég þá að sitja þegar ég horfi á sjónvarpið? en ef ég hef töskuna hálfopna á gólfinu þá þarf ég að klofast yfir hana þegar ég fer á klósettið og afhverju er maður alltaf að nota svo mikið af hlutum að maður getur aldrei lokað töskunni fyrr en maður er á leiðinni út? Nei ég held ég verði bara að pakka áður en ég fer að sofa og loka bara töskunni og taka rest með mér í handfarangur. Hvað ætli þessar bækur séu þungar sem ég ætla að taka með mér...hmm... ætli ég fari yfir 20 kg mörkin ef ég hef þær allar í ferðatöskunni, ég nenni ómögulega að vera með þungan handfarangur, jú það hlýtur að sleppa ég er hvort eð aldrei með það mikinn farangur þegar ég er að ferðast, verst að ég á enga vigt, ekki það að mig langi í vigt það gerir engum gott að vita hvað hann er þungur...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli