Það var sem sagt matur hjá Guðrúnu í gær og á boðstólnum var hreindýr (einn biti á mann), gæs, dádýr og rádýr og svo svona 6 tegundir af sósum og allir komu með rauðvín. Mér fannst nú bambi bestur. Svo var bara haldið áfram að drekka rauðvín og bjór en allt bara á rólegu nótunum því fólk verður bara rólegt af svona rauðvíni. Svo birtist allt í einu einhver skrítin norsk stelpa Hege heitir hún, hún var að leita að öðru partíi en villtist yfir til okkar og ákvað að vera þá bara hjá okkur, Daníel svona óvart bauð henni að vera. Hege var ekki að drekka var víst á sterkum verkjalyfjum eftir að hafa verið lamin um daginn og var þess vegna í veikindaleyfi frá vinnu, hún sagði Hrund þetta, svo Siggi bauð henni bara kók. Henni virtist vera nákvæmlega sama þótt allir töluðu bara Íslensku og að hún þekkti engan, fékk sér bara sæti með sitt kókglas. Hildigunnur sá strax út að þarna væri stelpa á veiðum og Daníel væri fyrsta val en Hjalti væri svona vara. Svo fór Hege að reyna við Daníel en þegar hún komst að því að hann væri með Agnesi þá snéri hún sér að Hjalta og þá hófst skemmtiatriði kvöldsins. Hege settist hliðiná Hjalta og reyndi að halda í hendina á honum og svona strjúka lærið og hárið og hann bandaði henni alltaf svona létt frá sér, tók hendina til baka og svona og við hin sátum flissandi og horfðum á. Hege var svo orðin dálítið þreitt og hún var þá ekkert að fara heim neinei hún ákvað bara að leggja sig á staðnum og settist í fangið á Hjalta og reyndi að sofna þar, Hjalti sat bara með skelfingar svip með rauðvínsglas í annari og Hege í hinni, Hrund sagði honum bara að drekka aðeins meira og við hinar stelpurnar flissandi og talandi um að við hefðum greinilega hingað til farið bandvitlaust að í viðreynslum okkar maður ætti bara að planta sér í fangið á stráknum sem maður væri heitur fyrir og leggja sig, Hjalta fannst við ekki vera góðir vinir. Hann náði svo að koma Hege úr fanginu með því að standa bara upp og hún fór þá bara yfir í næsta stól og hélt áfram að leggja sig, þegar hann kom svo aftur þá færði hún sig aftur til hans og hvíldi svo með hausinn á öxlinni hans Sigga, Siggi var ekkert voðalega sáttur. Á endanum ákvað Hege að fara bara heim og sofa þar.
Svo upp úr hálf tvö fóru allir en Arnari langaði svo niðrí bæ og nuðaði í Hjalta þangað til hann samþykkti það, ég var náttúrulega háð þeim um far heim, ætlaði ekki að fara borga í leigubíl ein svo ég fór með. Fórum á bar sem heitir Håpløs, svo lokar auðvitað allt í Noregi klukkan þrjú og þá vildu strákarnir fá sér eitthvað að borða, fórum á einhvern grískan stað en ég var ekkert svöng eftir allt átið fyrr um kvöldið svo eftir það fékk Hjalti sér kebap líka og svo byrjuðu þeir eitthvað að tala um að fara á burger king en hættu svo við, það er nú meira hvað þessir strákar geta borðað. Svo var bara að fara í leigubílaröðina þar hittum við Íslenskan strák sem hafði búið í Noregi síðastliðin fjögur ár og ekki heyrt né talað íslensku allan þann tíma og hann var varla talandi, mér finnst skrítið þegar fólk missir móðurmálið sitt svona algjörlega niður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli