Úff hvað ég borðaði mikið nammi í gær, tók út margra mánaða skammt held ég bara sem er allt í lagi því ég hef ekkert borðað nammi síðan ég kom hingað. Og rosalega eiga Þórunn og Laddi mikið af dvd myndum, slagar upp í litla vídjóleigu. Ætlaði að fá lánaðar nokkrar myndir en svo þurfti ég að hlaupa út til að ná strætó heim og gleymdi því djö. Annars var mikill metnaður lagður í eldamennskuna í gærkvöldi, kjúklinga tikka masala, og ben frændi var svo góður að búa til sósu fyrir okkur. 
Það er matur hjá Guðrúnu í kvöld, mæting um sjö og ég átti að koma með rauðvín fyrir sjálfa mig. Rakst á Hjalta í þvottahúsinu áðan hann var þá bara að fara til Guðrúnar og Arnar farinn til að gera allt til, fínt að hafa svona fólk til að elda ofan í mann. Hjalti var annars búinn að leggja allt þvottahúsið undir sig, búinn að setja í 5 vélar, ef ég á að segja eins og er þá á ég ekki nóg af fötum til að fylla 5 þvottavélar í einu, held að strákarnir séu ekki búnir að þvo af sér síðan lyftan bilaði, en lyftan var biluð í hvað... 3 vikur? eða meira, lyftuviðgerðamennirnir voru í verkfalli en svo var gert við lyftuna í gær þannig að strákarnir geta loksins farið að ganga  í hreinum fötum. 
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli