Ég sá alveg merkilega heimildarmynd í gær, hún var um fólk sem er ekki sátt við einhvern af útlimunum sínum. Það var fjallað um mann og konu maðurinn vildi láta taka af sér hægri fótinn rétt fyrir ofan hné en konan vildi láta taka af sér báða fætur um mitt læri helst, þeim fannst eins og fæturnir væru bara ekki hluti af þeim og vildu losna við þá til að verða "heil" manneskja. Þarna var líka læknir sem vildi hjálpa svona fólki hann sendi það til geðlæknis og ef fólkið reyndist vera andlega heilbrigt (jah fyrir utan að vilja missa útlim) þá gerði hann á því aðgerð og fjarlægði fótinn eða handlegginn. Konan var oft búin að æfa sig í að vera fótalaus, átti hjólastól og var svo með svona "fótalausar helgar" þar sem hún fór ekki úr stólnum og lét eins og hún væri ekki með fætur, maðurinn hafði fundið fyrir þessu frá því að hann var 4 ára að vilja losna við hægri fótlegginn. Svo neyddist læknirinn til að hætta aðgerðunum því fjölmiðlarnir fóru að fjalla um málið og þetta var ekki góð auglýsing fyrir spítalann að vera taka lappir af fullkomlega heilbrigðu fólki. Læknirinn kom með þau rök að það væri betra að gera aðgerð á fólkinu frekar en að það væri að skjóta af sér lappir og hendur eða leggjast á brautarteina, sem það gerir víst þegar það getur ekki afborið lengur að vera burðast með alla þessa fótleggi og handleggi.
Ég hafði bara aldrei heyrt um þetta áður, en fólkinu var fúlasta alvara, maðurinn var búinn að vera í meðferð hjá geðlækni í mörg ár út af þessu en gat engan vegin sætt sig við þennan fótlegg en hann komst ekki í aðgerð því læknirinn varð að hætta að skera fætur af fólki. Mér fannst þetta alveg merkilegt að það sé virkilega til fólk sem vill láta taka af sér lappirnar og vera svo í hjólastól það sem eftir er, konan gat ekki hugsað sér að stofna til sambands, giftast og eignast börn meðan hún var svona óánægð með sig útlitslega, en ég meina hver myndi vilja fara í samband með manneskju sem hafði viljandi látið taka af sér lappirnar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli