föstudagur, nóvember 22, 2002
var að fá símhringingu frá Þórunni, hún er sko í skólanum, en ég mætti ekki í morgun og það var hún sem sendi mér sms um breytta dagsetningu í morgun. Og það er allt brjálað bara, hún Harbitz (vinkona mín með meiru...) sem sér um þennan áfanga var svo að tala um að líklegast þyrfti að kenna lengur í desember en auðvitað þurfti hún að hætta við það því flestir eru búnir að kaupa flugmiða heim fyrir jólin, svo í staðin á að fara kenna á miðvikudögum og kenna lengur á daginn, mér er svona nokk sama svo framarlega sem þeir setja ekki inn verklega tíma því það er skildumæting í þá en ég er náttúrulega að fara til Íslands 2.des og þá verður erfitt fyrir mig að mæta í einhverja verklega tíma. Maður má reyndar skrópa í tvo, en ef mann vantar fleiri þá missir maður próftökurétt. Alla vega þá eru mikil mótmæli í gangi, enda ekkert hægt að henda einhverju svona framan í nemendur rétt fyrir jólafrí, það verður kannski hægt að fresta prófinu til 28. feb sem mér lýst strax betur á, en þetta þýðir samt að ég verð að taka með mér fleiri kennslubækur heim og lesa meira en ég hafði ætlað mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli