föstudagur, nóvember 22, 2002

smá nöldur
ok ég ætla að nöldra smá núna.
Það hefur komið í ljós að skólinn minn gerði mistök við áfangaplanið, prófið í cellebiologi sem ég átti að taka 15. mars á í rauninni að vera 14. febrúar!!! hvernig er hægt að misreikna sig svona um heilann mánuð?? ekki nóg með það að núna er búið að svíkja mig um heilann mánuð í lærdómi þá er líka búið að eyðileggja fyrir mér valentínusardaginn ég var nefnilega komin með háleit plön um að vera búin að redda mér kærasta fyrir 14. febrúar og halda svo daginn hátíðlegan með öllu tilheyrandi, hjartalaga blöðrur, sætir bangsar, blóm og síðast en ekki síst hjartalaga súkkulaði í hjartalaga konfektkassa. En það verður víst ekkert úr þessu hjá mér núna... En í alvöru talað ég veit að það er nýtt plan í gangi í skólanum mínum og mitt kull (árgangur) er svona tilraunabekkur en andskotinn hafi það þau gátu ekki einu sinni sagt hvernig þetta hefði áhrif á restina af planinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er verið að prófa að láta okkur bara taka einn áfanga í einu, klára hann, taka próf og byrja svo á næsta áfanga. Kostirnir eru að maður þarf bara að einbeita sér að einu fagi í einu og lesa svo bara fyrir eitt próf í staðin fyrir að reyna læra fyrir 3-4 fög (sem sagt engin jóla og vorpróf), á móti kemur að maður neyðist til að lesa bara þetta eina fag, það er ekki hægt að lesa eitthvað annað þegar maður er kominn með grænar á kennslubókinni og svo lendir maður í lokaprófi á ótrúlegustu tímum (eins og 14. febrúar)

Svo er búið að reisa hjólaskýli nokkrum metrum fyrir utan gluggan hjá mér, sem væri nú allt í lagi ef ljósin þar inni virkuðu eins og þau eiga að virka, sem þau gera ekki. Þau eiga nefnilega að vera stýrð með hreifiskynjara, þessi skynjari er ekki að virka og þess vegna er ég með blikkandi ljós inni hjá mér allar nætur, það er greinilega einhver myrkfælinn draugur sem hoppar alltaf fyrir skynjarann um leið og ljósin slokkna og þá bling! kveiknar á þeim aftur mjög morsomt.

Engin ummæli: