fimmtudagur, nóvember 21, 2002

jeij! þá eru gömlu bloggin mín búin að birtast aftur, veit ekki hvort nokkur hafði tekið eftir því nema ég en það vantaði nokkrar vikur í gömlu bloggin mín.

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það óskipulagðir kennarar því skipulagsleysið bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur okkur saklausum nemendum líka. Ég þurfti sem sagt að mæta aftur á ókristilegum tíma í verklega vefjafræði í morgun en núna var Press ástralinn ekki heldur norðmaðurinn Bjerkås og það voru engar vel hnitmiðaðar power point glærur og engir frasar eins og "this is what we are going to hunt for now" og "are everybody satisfied they have found xxxx" Heldur var Bjerkås bara með kennslubókina sem hann skellti undir skjávarpann og benti á myndir og talaði og talaði og talaði en endaði oft setningarnar á því að segja "en þið þurfið ekki að kunna það fyrr en í lífeðlisfræðinni" og svo skellti hann sýninu undir og fór um það þvers og kruss svo maður vissi aldrei hvar hann var staddur og talaði og talaði og talaði en samt vissi maður ekki hvað maður ætti að vera horfa á eða teikna. En við vorum samt búin rúmum klukkutíma fyrr svo það bætti þetta nokkurn vegin upp.

Engin ummæli: