fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Mig langaði rosalega í kjúklingavængi í gær svo ég fór í búðina og ætlaði að kaupa vængi sem ég gæti nú eldað en nei hér í noregi er bara hægt að kaupa ferskar kjúklingabringur engann annan kjúklingapart, það var hins vegar hægt að kaupa eitt kíló af frosnum kjúklingavængjum eða lærum, hvað hef ég sem einstaklingur sem á ekki almennilegan frysti að gera með eitt kíló af frosnum líkamspörtum af kjúklingi? ekki neitt. Hvers á ég að gjalda? er ég tilneydd til að borða bara kjúklingabringur því ég á ekki frysti og þar sem ég bý í dvergaíbúð þá hef ég ekki pláss fyrir slíkan munað? Það er ekkert réttlæti í þessum heimi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli