miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Það er frí hjá mér í dag eins og alltaf á miðvikudögum, ég styð skólann minn alveg í þessari stefnu, að hafa frí í miðri viku. Þetta er ekki eins og var í líffræðinni þar sem maður þurfti að lesa á nóttunni því maður var í skólanum frá 8 - 19, hérna gerir fólk sér grein fyrir því að það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Ég vaskaði upp áðan, diskarnir voru farnir að flæða um alla íbúð, endaði með því í gær að ég flúði bara út því ég þoldi ekki að horfa á þetta lengur (en nennti samt ekki að vaska upp...) svo var þetta ekkert svo mikið "íbúðin" er bara svona lítil að allt virkar miklu meira í henni, komst allavega allt með góðu móti í uppþvottagrindina, sem er ekki stór. En ég fór í heimsókn til Þórunnar og Ladda í gær, Þórunn var nýbúin að baka þessa líka fínu köku svo ég fékk mjólk og köku voða gott :) Ég ákvað að taka trikkinn til þeirra í staðin fyrir að taka strætó niðrí bæ og skipta þar yfir í trikk en það er trikk-stoppustöð hérna hinum megin við ánna, tekur svona 5 - 10 mín að labba, og þar sem ég gekk meðfram ánni og fram hjá einni verksmiðjunni þar þá fann ég þessa skrítnu lykt sem gýs oft upp í íbúðinni minn, ég var sem sagt búin að finna upptökin. Þetta er ekki góð lykt, voðalega kemísk eitthvað, veit ekki alveg hvað þessi verksmiðja framleiðir.

Ég datt inná eitt blogg hérna áðan, einhver stelpa sem er að blogga, sýndist hún vera í 10. bekk, en allavega þessi stelpa les greinilega ekki yfir það sem hún er búin að skrifa áður en hún setur það á síðuna, því þetta var næstum því ólæsilegt, alveg undarlegustu stafsetningavillur og bara heilu setningarnar sem voru óskiljanlegar. Afhverju er þetta með sumt ungt fólk að það er gjörsamlega ótalandi og skrifandi? ég gafst allavega upp á því að lesa þetta því ég skildi bara ekki hvað hún var að reyna segja, kannski er ég bara orðin svona gömul að ég skil ekki unglingamál.

Engin ummæli: