brrr hvað það var kallt í dag fæ bara ennþá hroll við tilhugsunina. Þurfti að vakna ókristilega snemma í morgun, eða kl hálf átta... það var verkleg vefjafræði, ég held ég hafi náð um þriggja tíma svefni, skil ekki hvernig ég náði að snúa sólarhringnum svona gjörsamlega við án þess að geta snúið til baka. Ekki það að ég reyni að fara sofa en ligg svo bara andvaka og enda yfirleitt á því að horfa á Ricky Lake og eitthvað white trash fólk, 18 ára stelpur sem eru óléttar eftir strák sem fór frá þeim fyrir aðra stelpu (sem er líka ólétt eftir hann) og vilja líka að annar kærasti komi og heimsæki hitt barnið sem þær eignuðust þegar þær voru 16 ára. Eða fólk sem velur þennan þátt til að segja makanum að þau hafi verið að halda framhjá síðastliðin þrjú ár og sé í rauninni samkynhneigð (sem á þá að réttlæta framhjáhaldið) Svo ég tali nú ekki um öll bónorðin sem fara fram í þessum þætti, maðurinn er að reyna fá fyrverandi kærustu aftur og fleygir sér þess vegna á hnén og auðvitað situr núverandi kærasti konunnar þarna á sviðinu líka, ég hef tekið eftir því að viðbrögð konunnar geta verið annaðhvort af tvennu:
1) konan hlær/flissar hneykslanlegum hlátri og segir svo nei
2) konan fer að gráta og segir svo nei
Auðvitað getur núverandi kærastinn ekki verið minni maður og hann skellir sér auðvitað á hnén og konan jánkar með tárin í augunum. Ég meina hver getur staðist svona rómantík?
Ég sem einhleypur einstaklingur þoli illa að kærustupör séu að sýna öllum heiminum hvað þau séu ástfangin en núna í morgun blöskraði mér algjörlega. Ég stóð saklaus í strætó og átti mér einskis ills von þegar inn kemur par, þar sem strætó var troðfullur þá þurftu þau einnig að standa og það var eins og hinsta kveðjustund væri í gangi hjá þeim, konan mátti ekki fara 3 mm frá manninum (og já þetta var maður og kona ekki eitthvað gelgjupar, hann var m.a.s. farinn að grána) þá greip hann í hana og þrýsti henni að sér og svo stóðu þau í þéttum faðmlögum, þurftu reyndar stundum að slíta sig frá hvor öðru þegar annað fólk reyndi að komast fram hjá en um leið og tæki færi gafst þá hrukku þau saman eins og tveir seglar. Mér létti mikið þegar ég komst loksins út því þau höfðu færst sífelt nær mér og á endanum stóðu þau við hliðiná mér og hver getur þolað svona faðmandi fólk til lengdar án þess að grípa inní?? sem betur fer var ekki langt í mitt stopp svo ég náði að hafa hemil á sjálfri mér.
Það var sem sagt verklegt í morgun, við vorum að skoða æðar, blóðæðar og vessaæðar. Eitt sýnið var úr júgri og áttum við að vera skoða lokur í vessaæðum ég gat ómögulega fundið lokur og bað þess vegna um hjálp. Ástralinn kom og byrjaði að babla eitthvað á norsku meðan hann leitaði í smásjánni, ég skil ekki þessa norsku sem hann talar, þetta er enskuskotin norska borin fram með fullkomnum áströlskum hreim, ég leifði honum samt bara að tala meðan hann leitaði en um leið og hann reysti sig upp til að útskýra nánar þá stoppaði ég hann og bað hann vinsamlegast um að tala ensku því ég talaði ekki norsku (sem er smá lygi, ég er alveg farin að skylja) og hann svaraði "that's a relief, I don't speak norwegian either" Hvílir einhver bölvun á enskumælandi fólki? er það ófært um að læra önnur tungumál? ég veit að þessi maður hefur búið hér í Norge í nokkur ár og fjandinn hafi það hann er að kenna við Norskan skóla, maður myndi nú ætla að hann gæti talað þokkalega. Ekki það að það hentar mér ágætlega að haldi sína fyrirlestra á ensku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli