laugardagur, nóvember 23, 2002

Er að fara í jólaföndur og mat til Ladda og Þórunnar, efast samt um að Laddi föndri mikið. Þurfti hreinlega að berja frá mér til að komast að jólaföndrinu í föndurbúðinni áðann, allt brjálað að gera, en sem betur fer var ég með einn innkaupapoka að vopni (með jólagjöf fyrir mömmu svo ég ætla ekki að upplýsa um innihald hans hér) Það var nú smá jólastemning á Karl Johann (laugavegurinn í oslo) en samt ekki eins mikið jólaskraut og ég hafði búist við, bara búið að hengja einhverja greniborða neðst í götunni og ekkert meir, norðmenn taka þetta greinilega ekki með stæl eins og við íslendingar, en ég fann samt að jólageðveikin er að byrja hérna. Það snjóaði smá og svo var fullt af götulistamönnum að spila jólalög og snýkja pening í leiðinni, mér fannst bestur einn maður sem var klæddur upp eins og engill með geislabaug og allt og var svo að reyna syngja jólasálm með hárri óperurödd (hárri as in eins og kona) nema hvað alltaf þegar fólk gekk fram hjá og brosti að honum þá fór hann alltaf að hlæja og hló og hló og reyndi svo að syngja nema hvað þá var fólkið farið að hlæja og þá hló hann ennþá meira og ég gekk bara hlæjandi fram hjá, maðurinn gat samt alveg sungið það vantaði ekki. Jæja best að fara koma sér.

Engin ummæli: