sunnudagur, nóvember 24, 2002

Það var föndrað og föndrað í gær, við náðum samt ekki að klára svo ég fer líklegast til Þórunnar á eftir til að ljúka við julenissene mína. Ég hafði keypt þessa jólasveina í góðri trú um að það ætti bara að líma þetta allt saman en nei svo kom í ljós að ég þurfti að sauma húfurnar! mér finnst að það ætti að vera skildumerking á svona föndurpakkningum "warning some sowing necessary" þótt að ég sé voða flínk í að hekla og líma þá hefur saumaskapur aldrei verið mín sterka hlið, en auðvitað gat ég ekki látið nissene verið húfulausa og sköllótta svo ég lét mig hafa það og saumaði húfurnar einhvern vegin saman. Nú vantar þá bara skegg, hendur, nef og augu. En ég og Þórunn vorum svo uppteknar í föndrinu að við bara gleymdum að borða eftirréttinn, að hugsa sér. Þau hjónakornin voru búin að elda voða fínan kjúkling og höfðu í þetta skipti keypt bita en ekki heilan kjúkling eins og fyrst þegar ég var boðin í mat. Hérna í noregi er nefnilega kjúklingum sem seldir eru í heilum skrokkum slátrað alveg pínulitlum svo einn kjúklingur rétt sleppur fyrir einn, þetta vissu Þórunn og Laddi ekki heldur héldu að kjúklingarnir hér væru bara almennilegir holdakjúklingar eins og á Íslandi, svo sátum við þrjú og nöguðum skinnið af beinunum og borðuðum franskar og sallat. En ef maður kaupir kjúklingabita þá eru bitarnir stórir og feitir (svona álíka mikið kjöt á einum bita og heilum kjúklingi) Ástæðan fyrir þessu er að búðirnar hér kaupa heila kjúklinga eftir vikt en selja þá svo á stykkjaverði, svo búðirnar vilja auðvitað fá sem minnsta kjúklinga sem þær geta svo selt fyrir okurverð stykkið.

Engin ummæli: