miðvikudagur, nóvember 06, 2002

usss þessar kannanir eru alveg að fara með mig... get bara ekki hætt en ég verð bara að deila þessu með ykkur því ef ég væri í heimi Tolkiens þá væri ég...
Galadriel

Galadriel

Ef ég væri persóna í The Lord of the Rings, myndi ég vera Galadriel, álfur, drottning Lothlorien, kona Celeborn og amma Arwen.

Hver myndi þú vera?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software



Annars var ég að enda við að horfa á Pretty woman, ég á ennþá bágt með að trúa að vegna þessarar myndar hafi margar illa staddar amerískar stúlkur farið á götuna og byrjað að selja sig í þeirri trú að Richard Gere-gæji myndi koma og bjarga þeim, en það var víst það sem gerðist. Hvernig getur fólk verið svona... hvað getur maður sagt, ekki heimskt, heldur einfallt? auðtrúa?

Það er nú meiri myndarskapurinn í honum Hjalta hérna á efri hæðinni, dinglaði hjá mér áðan því honum vantaði form sem passaði í frystinn hann var nefnilega að fara búa til ostaköku jájá ekki er ég nú svona myndarleg. Reyndar var þetta nú fyrir skólann en samt ég veit fyrir víst að maðurinn á það til að baka bara upp úr þurru. Því miður átti ég ekkert form en lagði til að hann myndi bara föndra eitt slíkt úr álpappír, sem honum fanst nú ekki vera svo slæm hugmynd þannig að ég gaf honum dálítið af álpappírsbyrgðunum sem ég á. Vonandi að þetta hafi gengið vel hjá þér Hjalti minn.

Engin ummæli: