Banki
Ég er ekki sátt við banka þessa stundina, einhver Christiania bank í Oslo ákvað að taka 36000 kr út af reikningnum mínum þann 1.nóv, ég veit ekki hvernig Christiania bank datt í hug að fara stela af mér pening þegar ég notaði hraðbanka frá Nordea bank þennan sama dag en reyndar neitaði Nordea hraðbankinn að láta mig fá pening. Svo ég gerði mér ferð niðrí Nordea í dag og hélt að það hefðu verið þeir sem gerðu mistök en nei þeir könnuðust bara ekkert við þessa færslu svo ég má gjöra svo vel og leita að Christiania bank og tala við fólkið þar, sem betur fer eru norðmenn með gulusíðurnar á netinu þar sem maður getur fundið allt og fær kort með og alles svo ég held ég viti hvert ég er að fara á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli