Mér finnst bankar í Noregi leiðinlegir. Það kom sem sagt í ljós í dag að Christiania bank og Nordea bank er einn og sami bankinn, Nordea hét einu sinni Christiania bank. Allavega ég dröslast þangað aftur í dag með upplýsingar um færsluna dularfullu, þarna fær fólkið í bankanum færslunúmer, dagsetningu og tíma (upp á sekúndu!) og ég er búin að segja þeim hvaða hraðbanki þetta er en neeei það tekur svo langan tíma að finna þetta að þau þurfa að hafa samband á morgun! gjöriði svo vel, takið allan þann tíma sem þið þurfið því mig langar ekkert sérstaklega aftur í þessar 36 ÞÚSUND krónur! Nú eftir þessi bankavonbrigði þá gekk ég mig inn í búð og keypti kökuform ( sem by the way fengust aðeins í gylltu, ferlega fallegt) og þeitara, ætlaði fyrst að vera voða sparsöm og kaupa bara svona handknúinn þeitara á 199 kr en sá svo að það var til rafmagnsþeitari á nákvæmlega sama verði! auðvitað keypti ég hann frekar þótt ég viti að það geti verið gaman að nota svona handknúinn þeytara og snúa hring eftir hring eftir hring... Svo ég held að þeitarinn útleggist sem heimilistæki nr 2 sem ég eignast (brauðristin var nr 1)
Ég er nefnilega búin að hafa fyrir augunum uppskrift að gulrótarköku sem ég veit að er ferlega góð, það er samt slæm hlið á málinu, hún verður nefnilega ekki góð fyrr en eftir minnst tvo daga. Þannig að ég fór í húsfrúarhlutverkið í dag og skellti í eina köku og núna sit ég uppi með stóra gulrótarköku í ísskápnum sem ég veit að þarf að bíða í tvo daga! veit ekki hversu lengi ég get staðist freystinguna en til öryggis huldi ég hana með álpappír (sem ég á á lager)
Fór í sjónvarpsbúðina í dag, maðurinn var að fá sendingu af notuðum hótelsjónvörpum, þarna var eitt 21" rúmlega eins árs með textavarpi á 1790 kr, hvað haldið þið er það gott verð? þarna var líka 21" 4 ára, ekkert textavarp á 1390 kr. Þessi maður er rosalegur sölumaður, bauð mér að prófa bara mismundandi stærðir til að athuga hvað passaði inni hjá mér, ég gæti alltaf skipt niðrí minna en mesti plúsinn finnst mér er að ég fæ sjónvarpið sent heim, sem er mjög gott því þótt búðin sé bara aðeins neðar í götunni þá er búðin á milli stoppustöðva svo ég gæti ekki hoppað upp í strætó með sjónvarpið og þyrfti því að burðast með það upp brekkuna og það er nú ekki gott að halda á sjónvarpi. Það verður nú ferlega gott að losna við þennan bíóskjá sem ég er með núna, get bara haft það á skrifborðinu og þá kemst bara ekkert annað fyrir á borðinu, svo er engin fjarstýring svo ég neyðist til að horfa á allar auglýsingar (sem betur fer eru norðmenn snillingar hvað varðar auglýsingagerð) Þetta sjónvarp er samt alveg búið að bjarga mér, sjónvarpsfíklinum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli