föstudagur, nóvember 08, 2002

Föstudagur

Þetta er ég búin að borða í dag: Kellogs special K, gulrótarköku, mjólk, möndlur (afgangur frá kökugerðinni)
Heilsufæði í gangi.

Ég vaknaði með svima sem hélst svo allan daginn ekki þægilegt, ætti kannski að fara taka járn.

Ég er orðinn stoltur sjónvarpseigandi, keypti eitt af hótelsjónvörpunum, 21" 4 ára og á fjarstýringunni eru takkar sem heita room service, wake up og bill. Ég prófaði að ýta á room service en það gerðist ekkert, skíta þjónusta á þessu hóteli... Maðurinn sem á þessa sjónvarpsbúð er ekkert smá slísí *hrollur* með sítt hár og kassagleraugu (ekki með svartri umgjörð, nei með þykkri gagnsærri bage) hann var greinilega feginn að geta loksins selt mér sjónvarp, ég var alltaf að koma þarna inn og horfa hugsi á tækin og verðin segjast ætla að hugsa málið og láta ekki sjá mig svo í nokkra daga, koma aftur og endurtaka leikinn. Hann bauðst meira að segja til að senda tækið heim til mín, ókeypis, aðeins fyrir mig ;) hann rukkar yfirleitt fyrir svona heimsendingarþjónustu tilkynnti hann mér. Svo ég og sjónvarpstækið fengum far heim, alla þessa vegalengd. Kannski ég sé bara komin á séns...

Bankinn hringdi ekkert í mig í dag svo ég þarf líklegast að fara enn eina ferð, eitt er víst að þegar ég fæ mína norsku kennitölu og stofna norskan bankareikning þá ætla ég ekki að hafa mín viðskipti hjá Nordea.

Á morgun erum við bjölsen gengið boðin í hangikjöt hjá Þórunni og Ladda, nammi nammm

Engin ummæli: