mánudagur, nóvember 25, 2002

sjíss, var að tékka á því hvort ég gæti loggað mig inná HÍ, sem ég gat ég er greinilega ennþá nemi þar... og ákvað nú að athuga póstinn minn þar, ekki fleiri né færri en 229 email sem biðu mín. Fór svona að líta yfir þessi 229 email og eyða og sá að það voru þarna mail sem komu víst í inboxið mitt 31.des 1969... er það einhver misskilningur í mér eða eiga email ekki að vera voða fljót að berast??? og hver þekkti mig 1969 heilum 10 árum en ég fæddist? ætli þetta séu síðbúnar áramótakveðjur? er þetta kannski ég í fyrra lífi að reyna hafa samband við sjálfa mig úr fortíðinni?

Engin ummæli: