þriðjudagur, nóvember 26, 2002

ég féll í freystni áðan í búðinni og keypti mér hnetusmjör, eitthvað sem ég er búin að forðast síðan ég kom hingað, geng jafnvel svo langt að ganga bara ekkert fram hjá hillunni sem geymir hnetusmjörið, bara svo ég freystist ekki til að kaupa. En núna var ég að labba um búðina í rælni og vissi ekki af mér fyrr en ég stóð fyrir framan hilluna og með eitt stykki hnetusmjörskrukku í hendinni og þá var ekki aftur snúið, krukkan hoppaði úr hendinni minni og ofaní körfuna. Ég hef nefnilega enga sjáflstjórn þegar kemur að hnetusmjöri og þar sem hnetusmjör er alveg rosalega fitandi (eins og allt annað sem er gott) þá sleppi ég því bara að kaupa það svo ég endi ekki eins og hnöttóttur bollti í laginu. Vissuð þið að hnetusmjör og kjúklingur passa ferlega vel saman?

Ég var í verklegri frumulíffræði áðan, við vorum að gera ýmsar tilraunir á DNA og RNA. En ég og samstarfsmaður minn hún Ann Kristin vorum algjörir klaufar og gerðum hverja vitleysuna á eftir annarri og þegar við ætluðum að leiðrétta eitthvað sem hin hafði gert vitlaust þá endaði það bara í rugli líka, ein tilraunin var algjört klúður, fyrst setti Ann Kristin vitlaust magn af DNA í öll glösin (vorum með 6 glös) svo við þurftum að mæla allt upp á nýtt, og ég var ekki fyrr búin að setja DNA í eitt glasið en ég fatta að ég hafði líka sett vitlaust magn og Ann Kristin tekur glas og ætlar að mæla í það upp á nýtt, nema þá tók hún vitlaust glas sem var allt í lagi með. Svo höldum við að loksins séum við búnar að setja rétt magn af vatni og DNA í öll glösin, þegar við fórum svo að skoða DNA styrkin í glösunum kom í ljós að ekkert DNA var í glasi nr 4, það hafði gleymst að setja í það... Svo vorum við líka að klúðra hinum tilraununum en ætla ekkert að lýsa því nánar, þyrfti þá að fara lýsa tilraununum sem er ekkert gaman að lesa.

Engin ummæli: