miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Ég er að fara heim eftir nokkra daga (tæknilega séð á ég ekki heima á Íslandi lengur en samt maður getur ekki kallað einhvern stað heimili sem maður hefur bara búið á í nokkra mánuði) en inn í mér bærast blendnar tilfinningar, yfirgnæfandi hluti tilfinningana er gleði yfir því að fá smá pásu frá norge og hitta vini og fjölskyldu en svo er pínulítill hluti sem finnst alveg hræðilegt að skilja eftir tölvuna og þessa súperdúper nettengingu sem ég er gjörsamlega orðin háð (sé ekki að ég eigi nokkurn tíman eftir að geta vanist aftur lúsarhraðanum á 56k módemi) Nú þar sem ég verð tölvulaus meðan á Íslandsdvöl minni stendur þá er ég hrædd um að ég verði óvirkur bloggari, fari í svaðið, falli niðrá sama plan og sumt fólk sem kallar sig bloggara en póstar kannski aðeins einu sinni í viku (það eru ekki raunverulegir bloggarar) Það er samt ljós í myrkrinu, þar sem ég hef ennþá notendanafn og leyniorð að tölvum HÍ þá get ég farið í bókhlöðuna eða niðrá grensás og notað tölvurnar þar, og í leiðinni heilsað upp á kindurnar og truflað þær við prófalesturinn. En það er bara ekki það sama og hafa alltaf tölvuna nálægt, þá getur maður ekki bloggað um leið og andinn kemur yfir mann heldur þarf maður að reyna muna eftir einhverju sniðugu sem maður var að hugsa loksins þegar maður gerir sér ferð í tölvuverið.

En að öðru mig dreymdi að ég væri ólétt í nótt og ég var að fara að eiga, komin með hríðir og allt, nema hvað ég var heima hjá mér á Íslandi og allir voru voða rólegir, mamma skellti mér bara inní stofu og setti handklæði undir rassinn á mér og svo átti ég bara að eiga þar. Nema þar sem ég sat á handklæðinu þá fannst mér ég vera með voðalega litla kúlu og fór að hugsa hvað ég væri eiginlega komin langt á leið og komst að þeirri niðurstöðu að það hlitu að vera bara svona 4 mánuðir og samkvæmt öllu þá ætti ég að eiga 14. apríl, nú þá hættu hríðirnar því það var bara allt of snemmt að fara eiga þetta barn. Mikið verð ég alltaf glöð þegar ég vakna upp af svona óléttudraumum og fatta að ég er ekkert ólétt, en hvað ætli eigi að gerast 14.apríl? þið munið kannski þessa dagsetningu með mér.

Engin ummæli: