Til hamingju með afmælið Þóra!
Annars hef ég ekkert merkilegt að segja, og þess vegna skrifaði ég ekkert í gær heldur, jah nema hvað að ég varð óskaplega pirruð út í almenningssamgöngurnar hér í Osló í gær *urrrg* Ég samviskusamur nemandi ætlaði að mæta í verklega vefjafræði og er mætt út í strætóskýli á réttum tíma, reyndar alveg á mínútunni. Þar sem það var allt fullt af snjó þá útilokaði ég þann möguleika að strætó hafði komið of snemma (sem hann á til að gera og það bregst ekki að ef maður missir af vagninum því hann kom of snemma þá er næsti vagn yfirleitt 5 mínútum of seinn) Nú ég beið og beið og aldrei kom strætó, strætó á að vera á 8 mínútna fresti á þessum tíma og ég ætlaði að taka strætó sem kæmi 57, nú fjórar mínútur yfir kom enginn vagn og það kom heldur enginn vagn 12 mínútur yfir, 17 mínútur yfir birtist allt í einu strætó og þá var ég sem sagt búin að standa út í kuldanum og bíða í 20 mínútur! hvernig er þetta hægt ef strætó á að vera á 8 mínútna fresti?? Þannig að ég kom allt of seint í tíma, öll köld og hvít. Svo veit ég ekki hvort þið hafið frétt það en staðan á kjötmarkaði á Íslandi er ískyggileg, offramboð í gangi, hvernig veit ég þetta? jú Hjalti var svo elskulegur að koma með Bændablaðið frá 1.okt. Hann og Arnar komu hérna í fyrradag, Arnar var að spyrja hvort ég gæti hjálpað honum að svindla aðeins á norska kerfinu, fer ekki nánar út í það hér á netinu... og Hjalti hélt að ég myndi vilja fá smá íslenskt lesefni, mjög hugulsamlegt af honum. En núna þegar maður er að læra að verða dýralæknir þá verður maður víst að fylgjast með því sem er að gerast í sveitinni. Reyndar hef ég aldrei lesið þetta blað áður en það var nú svona ýmislegt áhugavert í því, held samt að ég gerist ekki áskrifandi í bráð.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli