mánudagur, nóvember 11, 2002

Bankamál leyst!
Þetta er nú búið að vera meira vesenið, fór í nordea einu sinni enn og enn einu sinni fór manneskja í málið, sem betur fer hafði ég tekið með mér útprentun af færslunni sem Búnaðarbankinn hafði sent mér því það kom í ljós að fólkið sem ætlaði að athuga þetta fyrir mig á fimmtudaginn og hringja svo í mig daginn eftir hafði hent blaðinu sem ég hafði látið þau fá, jájá þegar loksins kom maður sem kunni á kerfið og vissi hvar átti að leita þá var annar búinn að henda upplýsingunum, haldiði að það sé fagmennskan. En það kom sem sagt í ljós að Búnaðarbankinn var bankinn sem klúðraði málunum, ekki nordea, og ég þurfti bara að fara þrjár ferðir í nordea til komast að því, sem er allt í lagi því mér finnst gaman að bíða í röð (segir hún kaldhæðnislega). Svo þegar ég kom heim þá sendi ég Rósu þjónustufulltrúa e-mail og sagði henni að þetta væri klúður hjá þeim, 2 tímum seinna sendir hún mér mail og tilkynnir mér að það sé búið að redda málunum og peningarnir komnir á sinn stað, haldiði að það sé munur á upplýsingaflæði innan bankastofnanna.
Og fyrst ég var nú að stofnanavesenast á annað borð þá gerði ég mér ferð alla leið í Folkeregesteriet til að athuga með þessa kennitölu sem ég á að vera fyrir lifandi löngu búin að fá. Og jújú þarna var kennitala fyrir mig en af einhverjum ástæðum hafði ég ekki fengið neitt bréf, svo núna er ég búin að fá blað með norsku kennitölunni minni, jibbí! og hvað ætla ég ekki að gera? ég ætla ekki að stofna bankareikning hjá nordea!

Engin ummæli: