sunnudagur, nóvember 10, 2002

Matarboð
Þórunn og Laddi buðu mér, Hjalta og Arnari í hangikjöt í gær, Þórunn var búin að vera mjög stressuð yfir uppstúfsgerðinni en uppstúfurinn tókst bara ágætlega hjá henni og svo í lokinn töfraði hún fram epplaköku, mjög gott :) Við spiluðum trivial yfir epplakökunni, stelpur á móti strákum. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég spilaði trivial við fólk þar sem allir (nema Laddi) voru bestir í græna litnum, Laddi veit hins vegar allt um kvikmyndir. Það kom reyndar upp atvik þar sem dýralæknanemarnir ákváðu að hlusta frekar á forritarann varðandi hversu oft snæugla skiptir um búning á ári (þeir héldu að uglan gæti kannski verið aðeins minna hvít á sumrin, hvað svo sem það þýðir) en Laddi hafði rétt fyrir sér, snæuglan er alltaf hvít. Svo voru ég og Þórunn ýtrekaðar sakaðar um svindl en strákarnir tóku því soldið illa þegar við vorum komnar með 3 kökur en þeir enga, þeir heimtuðu svo að skipta um spurningabúnka, meira hvað sumir geta verið tapsárir, strákarnir höfðu þetta samt á endanum (með naumindum þó) þeir voru jú einum fleirri.
Við þurftum svo að labba heim því síðasti trikkurinn var farinn og fátækir námsmenn taka ekki leigubíl ef það tekur bara rúmann hálftíma að labba heim, reyndar labbaði Hjalti en ég og Arnar hlupum á eftir, sumir taka víst stærri skref en aðrir.

Engin ummæli: