föstudagur, nóvember 15, 2002

Ég var vakin á ansi hressilegan máta í morgun, brunabjallan fór í gang, nú mér datt auðvitað ekki í hug að þjóta út á náttfötunum heldur gerði það sem er stranglega bannað við þessar aðstæður, klæddi mig bara í rólegheitunum og hugsaði með sjálfum mér að ef herbergið færi að fyllast af reyk þá myndi ég bara labba út um gluggann (það hefur víst sína kosti að búa á fyrstu hæð) Þegar ég var loksins komin í úlpu og skó og tók í hurðarhúninn þá hætti vælið svo ég afklæddi mig bara og fór aftur að sofa. Held að þetta sé í þriðja skiptið sem brunabjallan fer í gang. Það kveiknaði samt í hérna um daginn, ekki í minni blokk, ég var ekki heima en Hjalti sagði mér frá þessu, hann var að koma heim og þá var slökkvibíll og stelpa stóð út í glugga þar sem fullt af reyk kom út og hrópaði "hjelp meg!" og slökkviliðsmennirnir voru bara í rólegheitum að setja upp stigann og gera allt til, annars skil ég ekki í hverju stelpan hefur ná að kveikja í því þetta var víst bara svona herbergi, ekkert eldhús eða neitt, og afhverju fór hún ekki bara út? getur varla hafa skíðlogað fyrir dyrunum hjá henni, skrítnir þessi norðmenn. Það var enginn skóli í dag, varð einhver ruglingur og kúrssalurinn var tvíbókaður kull 02 (minn bekkur) og kull 01 (Arnars bekkur) áttu víst báðir að vera í verklegum tíma, við í vefjafræði og Arnar í einhverju öðru sniðugu, núh báðum tímunum var frestað og þá var bara frí hjá mér!

Engin ummæli: