miðvikudagur, október 30, 2002

Líffræði stelpurnar muna kannski eftir því þegar ég var að hneikslast (einhvern vegin finnst mér þetta ekki rétt skrifað... hneigsluð nei, hneiksluð...) allavegana síðasta vetur var ég að horfa á C.S.I. og komst að því að ég væri kannski orðin of mikið líffræðinörd, í þessum tiltekna þætti segir sæti tilraunastofugæjinn "this is a 62 kilo dalton protein" og það var þýtt "þetta er dalton prótein", við sem erum búnar að læra smá í lífefnafræði hlæjum bara að svona vitleysu því við vitum að dalton er stærðareining ekki einhver tegund af próteini, ekki eins og einhver komi og segi "passaðu nú að hafa nóg af dalton próteinum í fæðunni" jah nema kannski eitthvað heilsuræktar og fæðubótafólk sem veit ekkert í sinn haus, eins og þegar Jenný fór á snyrtivörukynningu og var kynnt fyrir kremi sem var sérstaklega gott fyrir DNA-frumurnar í húðinni, hahahahaha. Nei nú er ég alveg komin út fyrir efnið. Ég var sem sagt að horfa á þennan sama C.S.I. þátt í kvöld (ok noregur er soldið eftirá ég veit) og ekki eru nú norsku þýðendurnir gáfaðari en þeir íslensku, aftur var "this is a 62 kilo dalton protein" þýtt sem "de er en dalton protein", ég aftur alveg yfirmáta hneiksluð á þessari viðvarandi vankunnáttu sem háir þáttaþýðendur fann mig knúna til að setjast niður og skrifa þetta, þar sem ég hef engann til að tala við hérna...

Jáhm og ég sé líka að þótt ég hafi sett þessa líka fínu mynd fyrir gestabókina, bara svona ef orðið "gestabók" hafði farið fram hjá ykkur, þá er fólki greinilega mein illa við að láta aðra vita að það hafi verið hér.

Engin ummæli: