þriðjudagur, október 29, 2002

Þá er annar viðburðaríkur dagur á enda... eða næstum því, klukkan er bara 5. Fór í verklega vefjafræði í dag, mætti reyndar klukkutíma of seint, en það var alveg óvart, var búin að gleyma því að verklegir tímar byrja korter yfir átta á morgnana en ekki korter yfir níu eins og fyrirlestrarnir. En ég missti ekki af neinu, kennarinn var kenna hvernig ætti að stilla smásjárnar fyrsta klukkutímann og eftir að hafa tekið verklega grasafræði, dýrafræði, vefjafræði og örverufræði þá held ég að ég sé nokkuð fær í að koma sýnunum í réttan fókus. Það var nú munur að sitja í verklegri stofu í skóla sem er ekki í algjöru fjársvelti eins og Líffræðideildin í háskólanum, þarna voru tiptop smásjár fyrir alla og hver og einn fékk sinn sýnakassa, ekki eins og í Líffræðinni þar sem 10 manns voru með einn kassa og maður mætti ekki seinna en korteri fyrr í tímann til að berjast um viðunandi smásjá. Svo var þessi líka fíni myndvarpi/skjávarpi og sjónvörp svo kennarinn gat farið vel og vandlega yfir hvert sýni og bent okkur á hvar á sýninu við ættum að leita og að hverju við værum að leita og allir með sama sýni á sama tíma! Eitthvað annað en þegar ég var síðast í vefjafræði og maður fékk ljósrit af rissteikningu frá kennararnum (stundum ekki einu sinni það, þá varð maður að láta sér nægja riss-glæruna á myndvarpanum) Svo stærir íslenska ríkið sig af góðu menntakerfi og góðum aðbúnaði á meðan ég upplifi mig eins og ég komi frá fyrrum sovétríki og á ekki orð yfir því að það séu smásjár fyrir alla og sýni...

Fór og borgaði leiguna í dag, mér finnst ég alltaf vera borga leigu og eins og venjulega þurfti ég að borga 38 kr í þjónustugjald því ég er ekki með norskan bankareikning sem er ekki mér að kenna því norska ríkið hefur ekki ennþá hunskast til að útvega mér norska kennitölu. Kannski ég ætti að senda þeim reiking fyrir öllum þessum þjónustugjöldum sem ég þarf að punga út bara vegna þess að skriffinskan er að fara með norska kerfið, ættu nú að geta eytt einhverju að olíuauðnum í það. En norska ríkið vill ekki láta olíupeningana fara út í hagkerfið því það myndi valda verðbólgu svo í staðinn er allur peningurinn lagður inn á banka og látinn vera þar, Noregur er sem sagt ríkasta land í heimi en getur ekki eytt peningunum.

Ég gleymdi nú að minnast á það, en þegar ég fór um daginn að tékka á þessu norsku námskeiði þá sá ég soldið sem mér fannst vera skrítin sjón, það var ein af þessum slæðustelpum (ein af múslimunum, allt morandi í þeim hérna) og hún var með sína slæðu yfir hárinu en var svo í níþröngum gellu gallabuxum og þröngum bol, í kápu með loðkraga og buffalóskóm... er það bara ég eða finnst einhverjum öðrum það vera einhver mótsögn í þessum klæðaburði?

Engin ummæli: