mánudagur, október 28, 2002

Ég fattaði í gærkvöldi afhverju enginn var mættur að taka til í gær, það var nefnilega búið að breyta yfir í vetrartíma, semsagt búið að færa klukkan aftur um klukkutíma svo ég var í rauninni klukkutíma of snemma. Auðvitað hafði ég ekki hugmynd um þessa breytingu komandi frá landi sem hefur ekki svona daylight saving system. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ennþá smá eftir mig eftir laugardaginn, þreitt í fótunum og með marbletti út um allt og fæ örugglega marblettaábót eftir að hafa verið að flytja borð og stóla í dag. Það var nú bara sól og blíða í dag en samt svolítið kallt, snjórinn er fyrir löngu farinn sem mér finnst alveg ágætt.
Verkamennirnir eru búnir að vera endalaust lengi að helluleggja hérna fyrir utan og ég er að tala um að þetta er lítið svæði og verið að setja stórar hellur svo ég skil ekki alveg hvað tekur svona langan tíma, setja þeir bara eina hellu á dag eða hvað? En þar sem það er verið að helluleggja þá er fullt af sandi allstaðar sem maður ber svo með sér inn svo það er allt útí sandi inni hjá mér og ég bara ekki undan að sópa.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst fólk ekki alveg nógu duglegt að skrifa í gestabókina mína, svo ef þú lesandi góður ert ekki búinn að staðfesta heimsókn þína hingað þá ertu vinsamlegast beðinn um að gera það núna :)

Engin ummæli: