Jæja þá er þetta Fjösfest búið og ég er svolítið þreitt og þunn. Dagurinn byrjaði á því að við sem áttum að vinna hittumst og röðuðum stólum og borðum og gerðum allt klárt svo áttum við frí til 18, fólkinu var svo hleypt inn uppúr átta og hálf átta byrjuðum við að servera bjór við mikil fagnaðarlæti. Ég og Þórunn vorum saman með eitt borð og vorum kannski aðeins of duglegar að bera vín í fólkið því rúmlega hálf tíu var ein stelpan dáin við borðið okkar, svaf voða vært í stólnum sínum, hvernig er þetta hægt að drepast bara klukkutíma eftir að maður kemur í partíið. Svo fengu allir römmegröt að borða og spekmat en það er ýmsar gerðir af einhverskonar spægipylsu og reyktri skinku, mér fannst nú vera eitthvað lopabragð af flestu en ég lagði ekki í það að smakka römmegröten sem er bara soðinn sýrður rjómi með smjöri og svo er sett út á kanill og sykur, ekki kanilsykur því norðmenn hafa ekki fattað þá list að blanda þessu tvennu saman. Norðmennirnir borðuðu þetta allt með bestu lyst og hrópuðu á eftir manni mer öl! mer gröt! Yfirleitt endar þetta í alsherjar matarslag og þegar við fórum með seinni serveringu af spekmat og graut var okkur ráðlagt að henda þessu bara á borðið og hlaupa! ég gerði það en svo var bara enginn matarslagur, fólk vildi bara borða matinn. Rúmlega tíu fór svo fólk að skríða yfir í Bodega og við gátum farið að ganga frá, sem gekk frekar fljótt fyrir sig því þetta voru bara pappadiskar og plastglös svo við hentum bara öllu og svo var gólfið bara spúlað, mjög hentugt að halda þetta svona í hesthúsinu. Auðvitað stálum við smá bjór og ákavíti og sátum svo nokkrar í stráka búningsherberginu og drukkum, ég sá skáp merktan mér í stelpu búningsherberginu, vissi ekki af honum... þarf núna að fjárfesta í lás. Svo skellti maður sér í gleðina og það var bara hörku stuð, einhver swing hljómsveit sem spilaði hvert snilldar lagið á eftir öðru, en norðmenn dansa bara swing. Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég fór heim en festið var enn í fullum gangi þegar ég ákvað að rölta heim. Svo áttum við að hittast í dag klukkan 15 eða það stóð á planinu og taka til, nú ég mætti, stjörf af þreitu og Reidar og svo ekki fleiri, við röltum yfir í hesthúsið til að athuga hvort fólkið væri þar en neibb enginn þar, ég ákvað þá bara að koma mér heim og sofa aðeins meira en Reidar ætlaði að fara hringja í fólk og athuga hvort þetta væri einhver misskilningur, alveg æstur í að fara taka til.
En það er ekki hægt að skamma mig fyrir að hafa ekki mætt, það á náttúrulega að láta mann vita ef planinu er breytt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli