föstudagur, október 18, 2002

Fór í verklegt í dag, vorum að mæla ljósgleypni blöndu af próteinum sem við höfðum síjað í gegnum gel. Þarf svo að teikna upp kúrfu til að vita í hvaða glasi hvaða prótein var. Jájá mjög áhugavert... Þetta var svona það sem ég gerði í dag. Það var nú svona vorspiel heima hjá Nínu sem er með mér í bekk núna í kvöld, en ég var ekki að nenna að djamma svo ég fór ekki. Ógeðslega dýrir þessir leigubílar hérna í noregi og ég sem hélt að þeir væru dýrir á Íslandi! Ég bý nú ekki langt frá bænum samt kostar 120 kr. að keyra frá miðbænum og uppá Bjölsen og startgjaldið er 50 kr! ekkert grín að þurfa taka leigubíl ein heim.

Engin ummæli: