Vaknaði í morgun og það var bara hvít jörð! bara kominn vetur hér í Osló og enginn smá snjór heldur nokkrir cm af jafnföllnum snjó *hrollur*
Fjárfesti í brauðrist í gær, algjört þarfaþing og fyrst ég var nú þarna í mollinu þá varð ég náttúrulega að kaupa nærföt í H&M svo fór dágóður tími í að setja broskallalink inná skilaboðatengilinn, svo endilega notið hann til að leggja áherslur á tilfinningar ykkar :) . Svo um kvöldið fór ég upp í heimsókn til Hjalta, þar voru einnig Agnes og Daníel, Hrund og Siggi og auðvitað Arnar líka. Frekar rólegt bara. Það fóru í gang umræður um Tómatsósulagið og ég frétti mér til mikillar skelfingar að þetta hræðilega lag er líka vinsælt á Íslandi!! usss hvert er heimurinn að fara... og Hjördís vertu ekkert að hlusta á þetta lag það er bara mannskemmandi og alveg hræðilega hallærislegur (en einfaldur) dans sem fylgir með.
Átti ennþá rólegri dag í dag, eyddi hálfum deginum í að pirrast yfir tölvunni, nettengingin var biluð og er enn svo ég endaði á því að tengjast í gegnum módemið gat bara ekki verið heilan dag án þess að kíkja á netið, ferlegt alveg að vera svona háður. Var nú að kíkja yfir stundaskrána mína fyrir næstu viku, bara voðalítið að gerast, ekki það að ég hefði mætt eitthvað mikið. En það er frí (löglegt) á þriðjudag og miðvikudag. Næsta helgi verður aðeins viðburðaríkari þá er Fjösfest og ég er að vinna. Þetta er víst eitthvað það mesta fyllerí sem maður lendir í með ógeðslegum Norskum "þorramat" sem enginn borðar en er iðulega notaður í matarslag. Arnar sér um skipulag þetta árið og ætlar að sjá til þess að ég sé á fyrri vakt og geti farið á fyllerí seinnipartinn eða svona upp úr hálfeitt, þegar búið er að spúla hestaklinikina (þar sem festið er haldið) og hreinsa af borðum. Þangað til verð ég að servera bjór og ákavíti.
Þóra mín láttu þér nú batna af gubbupestinni :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli