Fór ekki í skólann í dag, frekar en venjulega, nennti ekki að sitja og hlusta á eitthvað sem ég hafði heyrt áður, ef fyrirlestrarnir væru eftir hádegi þá myndi ég örugglega mæta en að fara vakna snemma fyrir eitthvað sem maður kann held ekki! En ég þarf nú að mæta á morgun það er verklegt eftir hádegi sem ég verð að mæta í og það er alltaf ágætt í verklegum tímum. Ég er eiginlega búin að snúa við sólarhringnum sem er ekki alveg nógu gott. Ákvað svo kvöld að banka uppá hjá strákunum bara svona til að hafa einhver mannleg samskipti. Arnar var heima, allur lurkum laminn, hann datt nefnilega á bíl í fyrradag. Var að hjóla og rann ofaní trikk teinana og flaug af hjólinu á eitthvað 30 km hraða á kyrrstæðan sendiferðabíl. Braut afturrúðuna með enninu og beyglaði hurðina með upphandleggnum, kom lögga og sjúkrabíll og alles, en hann slapp frá þessu með vægan heilahristing, brákað rifbein og risastóran marblett á upphandleggnum. Ég var alveg hissa á því að maðurinn væri ekki skorinn í andliti eða marinn eftir að hafa notað ennið til að brjóta bílrúðu. Hjalti kom svo seinna, ennþá bölvað vesen með tölvuna hans og enginn kann að laga hana, svo var drukkinn bjór og hlustað á the ketchup song (sem er nr1 á norska vinsældarlistanum) og den rosa helicopter flutt af tveimur 12 ára sænskum systrum, ég vil taka það fram að ég hafði ekkert með tónlistarval að segja, sumir hafa bara skrítinn tónlistarsmekk. Strákarnir héldu því fram að þeim þætti þetta bara svona skemmtilega hallærislegt, en ég er alveg sannfærð um að þeir eru virkilega að fíla þetta.
Annars verð ég að fara finna mér eitthvað að gera, get ekki verið að hanga svona alla daga, held ég fari á norskunámskeið, um að gera læra þetta tungumál fyrst maður var nú að flytja hingað
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli