fimmtudagur, apríl 19, 2007

Stelitjofar

Jaeja ta er eg buin ad vera i Vietnam i um tvaer vikur og bara alveg komin med nog skal eg segja ykkur. Tad hlytur margt ad hafa breyst a tessum, hvad? tveim arum sem Jenny og Hlynur voru her tvi teim fannst Vietnam alveg frabaert en eg hinsvegar bara get ekki bedid eftir tvi ad komast ur tessu landi.

Allavega eg skal segja fra tvi sem a daga mina hefur drifid fra tvi eg skrifadi sidast. Tegar eg stod upp fra tolvunni eftir ad hafa bloggad sidast ta rakst eg a ira sem var nykominn fra Indlandi, vid spjolludum adeins en hann var ad fara i ferd til Halong bay en eg ad fara til Tam coc og svo til Hue. Eftir spjallid for eg ad taka til dot til ad hafa med i dagsferdina og uppgotvadi mer til mikils hryllings ad tad var buid ad stela baedi myndavelinni og ipodinum. Tar med voru farnar allar myndirnar minar fra Mexiko, tonlistin min og myndavelin med myndum fra Halong bay og Sapa. Mig grunar strakinn sem svaf i koju fyrir nedan mig i lestinni og var snoggur ut tegar hun stoppadi. Eg eyddi deginum i ad upphugsa ymsar limlestingar og ohopp fyrir strakinn a medan eg duggadi um fridsaela hrisgrjonaakra i Tam coc. Annars var Tam coc mjog fallegt, landslagid er eins og Halong bay a landi og madur siglir i arabat tar sem konurnar ymist roa med hondunum eda fotunum sem er svolitid spes. Med i for var leidsogumadur sem atti ad vera enskumaelandi en eg skildi ekki ord af tvi sem hann sagdi. Eg var audvitad myndavelalaus og hef tvi engar myndir en teir sem vilja geta googlad Tam coc.

Um kvoldid tok eg naeturlestina til Hue og var komin tangad um midjan dag. Tegar eg kom ut af lestarstodinni ta maetti mer hopur af monnum veifandi hotelbaeklingum og bendandi mer ad fylgja ser ad mini rutunum sinum. Eg valdi einn sem lofadi mer hotelherbergi a sex dollara. Eg var i Hue i einn dag og skodadi tar the imperial city og aftur engar myndir. En tad var mun hlyrra en i Hanoi sem var breyting til batnadar. Einnig var folkid adeins vinalegra og keyrdi bara eins og brjalaedingar en ekki eins og gedsjuklingar.

Daginn eftir tok eg rutu til Hoi An sem er gamall hafnarbaer. Tetta er stadurinn i Vietnam ef madur vill lata sauma a sig fot og kaupa sko. Rosalega voru finir skor tarna. Eg let sauma a mig einar stuttbuxur bara svona til ad vera med. Hoi An er oskop fallegur og kruttlegur baer og gaman ad labba um hann. Eg for i dagsferd til My Son sem eru gamlar rustir i skoginum fyrir utan Hoi An. Nu var eg loksins komin i almennilegan hita og sol plus loftraka tannig ad tad lak af mer svitinn. Rustirnar voru fallegar, ekki jafn mikilfenglegar og taer sem eg hef verid ad skoda i Mexiko en odruvisi. Taer eru mikid skemmdar baedi ut af vedrun en helst eftir ad hafa verid sprengdar upp i Vietnam stridinu. Eg skildi sma ad tvi sem leidsogumadurinn sagdi en ekki mikid. Ferdin atti svo ad enda med batsferd til Hoi An og hadegismat i batnum.
Okkur sem hofdum bokad batsferd var smalad nidur ad a og tar tok a moti okkur litill tredallur. Vid settumst uppi og leidsogumadurinn gekk a milli okkar og afhenti litinn fraudplastbakka sem i voru kold hrisgrjon og fjorir bitar af vorrullu. Sidan var litill banani i eftirrett. Tetta var hadegismaturinn sem var innifalinn. Eg og itolsk stelpa sem sat vid hlidna mer gatum ekki annad en hlegid.
Annars var batsferdin adeins til ad dugga med okkur a treskurdarverkstaedi til ad reyna selja okkur fataekum bakpokaferdalongum risa Buddastyttur og ruggustola. Allar ferdir eru med einhverskonar mynjagripastoppi.

Tegar eg kom til Hoi An ta voru oll odyr hotel uppbokud en tad nadist ad redda mer einu rumi uppi a haalofti a einu hotelinu. Tad var buid ad troda tremur rumum inni litid herbergi og madur gat varla gengid a milli teirra. Naestu nott fekk eg svo fint herbergi.

Tad er ekki haegt ad neita tvi ad tad er mjog audvelt ad ferdast um Vietnam en einhvern vegin lidur mer eins og gullgaes sem verid er ad skera upp til ad taka oll eggin ur henni. Folkid er vinalegt (allavega i sudrinu) en bara ef tad byst vid ad fa peninga og folk vill fa peninga fyrir allt. Her spjallar enginn vid tig nema til ad reyna selja ter eitthvad. Ef einhver hjalpar ter hid minnsta ta byst hann vid borgun. Stundum er manni hjalpad an tess ad vilja tad eda turfa adstod og svo er heimtud borgun. "You pay now, money" hef eg fengid ad heyra oftar en einu sinni. Og madur byst alveg vid okrinu en oheydarleikinn fer alveg med mig.

I Hoi An rakst eg aftur a irann sem eg hafdi hitt a hotelinu minu i Hanoi. Hann var ta buinn ad fa sig fullsaddan af Vietnam eftir adeins viku og sagdist bara stefna sudur og til Kambodiu eins fljott og hann gaeti. Einhvern vegin hafdi mer ekki dottid tad i hug. Ad bara gefa skit i Vietnam og faera mig yfir i naesta land. "Getur madur gert tad?" hugsadi eg med mer. Tad var alveg fast i mer ad vera fullan manud her i Vietnam. Eg akvad samt ad gefa Vietnam sma sens og reyna sja hid sjarmerandi land sem Jenny hafdi talad um og planadi ad skoda midhalendid eftir ad hafa verid i Nha Trang.

Eg tok lestina til Nha Trang sem er helsti strandarbaer teirra Vietnama og hingad kemur folk til ad fara i solbad og kafa. Med mer i klefa var afskaplega astfangid danskt par og strakurinn bara gat ekki haett ad horfa og klappa kaerustunni sinni. Hann horfdi m.a.s. a hana brosandi a medan hun svaf. Allavega eg kom til Nha Trang um kvoldid og daginn eftir, eda i gaer, ta leigdi eg mer hjol og haetti mer ut i hina gedveikislegu vietnomsku umferd tar sem gilda engar, eda mjog oljosar umferdareglur. Eg hjoladi adeins medfram strondinni sem var agaett og svo i gegnum baeinn til ad skoda Cham Ponagar musterid sem er upp a haed med fallegu utsyni yfir batahofnina. Svo akvad eg ad slappa adeins af a strondinni, en tad var ekki haegt. Eg var ekki fyrr loggst en solufolkid tok ad streyma ad. Og tad tekur "no thank you" sem bod til ad tilla ser nidur og ota ad ter mentos og kartofluflogum "you buy later?" og madur endurtekur i sifellu "no, no, no". Eftir ad enn ein solukonan var farin sa eg adra nalgast og flytti mer ad standa upp og hljop i sjoinn. Konan kalladi a eftir mer "madam! madam!" eins og eg myndi snua vid til ad kaupa af henni mentos og kartofluflogur og kannski sigarettur lika. Eg var svo nylogst eftir sjobadid tegar strakur med bokakassa kemur labbandi "books?" spyr hann og eg svara audvitad neitandi. Hann tekur tad sem bod um ad tilla ser og tar sem hann er ad lata fra ser kassann til ad syna mer bokaurvalid ta hvaesi eg a hann "what is wrong with you people? why can't you take no for an answer!?" Strakgreyid hrokkladist i burtu med baekurnar sinar og eg brosti afsakandi og fekk samviskubit.

I morgun var eg enn a badum attum hvort eg aetti ad halda bara sudur a leid, alltaf tegar eg fer i suduratt ta fae eg a tilfinninguna ad eg se a rettri leid, eda skoda meira af Vietnam og halda til Dalat og skoda tadan midhalendid. Eg var nu eiginlega a tvi ad fara bara til Dalat en akvad ad sja til. Eg aetladi ad skoda Long Son hofid og hugsadi med mer ad kannski fengi eg einhverja uppljomun tar. Long Son hofid er fraegast fyrir ad hafa 9 m haa hvita buddastyttu upp a haed og svo er 14 m long stytta af sofandi budda. Eg var ekki fyrr stigin inn fyrir hofshlidid en til min kemur strakur sem byrjar ad fylgja mer um hofid og spjalla vid mig. Hann bjo ta tarna og var munadarleysingi en munkarnir hofdu tekid hann ad ser. Eg beid audvitad eftir tvi ad hann faeri ad reyna selja mer eitthvad og audvitad leid ekki a longu fyrr en hann dro fram postkort sem hann vildi selja mer a 50 tus dong. Mer langadi ekkert i nein postkort og hvad ta a 50 tus dong. Eg sprudi hvort eg maetti ekki bara gefa honum sma pening. Hann spiladi ta ut munadarleysingjaspilinu sem erfitt er ad trompa. Ta gekk fram hja tjodverji sem kalladi til min "just say no and walk away!" eg tok hann a ordinu og strakurinn kalladi a eftir mer "give me 20 thousand dong!". Eg gekk upp hin 150 trep upp ad hvitu styttunni en stoppadi til ad skoda sofandi buddann. Vid fyrstu syn leit styttan ut fyrir ad vera hoggin i stein en vid nanari skodun tad var hun bara ur hudadri steypu. Eg bjost jafnvel vid tvi ad heyra holhljod tegar eg bankadi i styttuna. Hun var ekki alveg jafn tilkomumikil eftir ta uppgotvun. Eg helt svo afram upp a topp og turfti ad klofa yfir tvo betlara a leidinni upp ad styttunni hvitu. Tegar eg horfdi a styttuna, hvita og fina i solskininu ta datt mer helst i hug ad hun vaeri gerd ur trefjaplasti. Tegar eg var a leidinni nidur ta benti gamall madur mer ad koma med ser (hann reyndist vera 55 ara en leit ut fyrir ad vera 70). Hann benti mer i gegnum hlid og syndi mer annad hof og minnisvarda sem voru byggd til minningar um ta muna og taer nunnur sem fornudu lifi sinu til ad vekja athygli umheimsins a ognarstjorn Deim. Tegar vid komum ut fyrir hlidid ta vildi hann audvitad fa pening. Eg retti honum 10 tus dong og hann setti upp fylusvip, eg let hann fa 5000 i vidbot og hann vildi fa meira. Eg neitadi og hann oskadi mer lukku. A leidinni til baka fra hofinu ta hugsadi eg med mer ad eg vaeri alveg komin med nog af tessu landi og kom vid a ferdaskrifstofu og keypti mer rutumida til Saigon a morgun.

Og ja eg er buin ad kaupa nyja myndavel og setti inn nokkrar myndir fra tvi i dag

Long Son hofid

og svo get eg ekki skodad bloggid mitt tvi Vietnomsk stjornvold eru med ritskodun ad netinu svo madur getur ekki lesid bloggsidur. Eg se ad eg er med 5 komment og er mjog forvitin hvad stendur i teim...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Leiðinlegt að heyra að þú hafir ekki haft meira gaman að víetnam. Mér finnst að þú eigir endilega að drífa þig í næsta land bara þá, nóg að skoða út um allan heim svo um að gera að hafa gaman að þessu túristastússi. Skítt með myndavélina og ipodinn, ömurlegir svona steliþjófar...

Setti annars inn comment sem virðist hafa horfið við síðustu færslu. Held að þú sért alltof mjúk við alla þessa peningaplokkara. Verður bara að vera hörð eins og Þjóðverjinn og segja bara nei. Annars endarðu á því að koma með með heilan gám af drasli. Gætir svosem stofnað búð og selt íslendingum á svaka prís...

Vonandi verður Malasía meira spennandi

Knús frá klakanum
Erna Sif

Nafnlaus sagði...

Kæra ævintýrakvendi.
Var að skoða myndirnar þínar, þú ert bara orðin BRÚN!!!!
Gott hjá þér að fara bara burt úr þessu steliþjófalandi og hættu svo að kaupa púðaver.
Vonandi verður næsta land betra.

Öfundarkveðjur, Helga frænka.

Herdís sagði...

nei nei nei eg komst inna siduna mina! viii.

Ja eg er komin med falleg for um allan likama. Verd ad komast a strond og reyna jafna ut brunkuna. Leggst a milli jardsprengjanna i Kambodiu a einhverri fallegri strond.