í síðustu viku fékk ég sent frá SiO leigusamning og gíróseðil upp á 2550 ég hélt að þetta væri eitthvað tengt fluttningi mínum og að ég þyrfti að skrifa upp á nýjan samning en var ekki sátt við að fá rukkun upp á 2550 kr þar sem ég var búin að borga tryggingu. Á leigusamningnum stóð líka undir íbúðargerð: 1-roms leiglighet, umöblert handicapbolig. Ég bý núna í svokallaðri 1-roms leiglighet en ég fór bara að hlægja þegar ég sá þetta ætti að vera fyrir fatlaða og það upp á 8 hæð! Svo fer ég í dag og ætla fara rífast yfir þessari rukkun upp á 2550 kr sem ég á að vera búin að borga á morgun. Stelpan á skrifstofunni lítur á samninginn sem ég með í höndunum og á gíróseðlinn og segir við mig "já þú verður að borga þetta auka því tryggingin er hærri fyrir þessa íbúð" og ég bara "ha? ég er í nákvæmlega eins íbúð og ég var í!" og hún "nei sko þú hefur fengið tilboð um nýja íbúð" og ég "ó... hvaða íbúð????" Stelpan kíkir í tölvuna og finnur þar að ég hef fengið tilboð um íbúð í húsi 33, á fyrstu hæð sem er 28 fm og kostar 4100 kr á mánuði. Þar sem skrifstofan var að fara loka gat ég ekki fengið lykil að íbúðinni til að skoða en ég fór og bankaði upp á hjá Eyrúnu (sem er í húsi 31) og við fórum að leggjast á glugga á fyrstu hæðinni og sáum þar inn í íbúðina. Þá er þetta bara ágætis íbúð með stóru klósetti (þar sem þetta er fyrir fatlaða) ég vil samt taka fram að klósettið er ekki stórt heldur bara svona næstum því venjuleg stærð.
Svo núna hef ég einn dag til að ákveða hvort ég vilji þessa íbúð, gallarnir eru náttúrulega að hún er á fyrstu hæð og allir geta horft inn til mín eins og þegar ég var í hinni litlu holunni, svo kostar hún 4100 nkr sem er svona 45 þús íslenskar. Plúsinn er að þetta er ÍBÚÐ, 11 fm stærri en það sem ég er í núna og það er ekki verra að hafa stærra bað.
Og ég sem hélt að ég væri ekki lengur á neinum fluttningalista... nýbúin að festa upp borðið mitt (og það er bannað að negla og skrúfa í veggina...) og ætli ég verði þá ekki að skilja nýja borðið mitt eftir því annars verða ansi ljót göt á veggnum og ég kann ekki að gera við svona gifs vegg, kann það einhver??? Svo var ég líka farin að njóta þess að hafa svona gott útsýni og að geta haft dregið frá glugganum. Það er engin möguleiki á góðu útsýni í hinu húsinu því það er bara 2 hæðir...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli