þriðjudagur, júlí 15, 2003

Komin aftur í ríkið, farin að selja landanum áfengi. Enn og aftur er búið að breyta öllu í Heiðrúnu og ég er ekkert skárri en viðskiptavinirnir í að finna hlutina, átti í mestu vandræðum með að finna púrtvínið í dag fyrir einhvern mann, haldiði að það sé þjónustan hjá fyrirtækinu, starfsmennirnir vita varla hvar hlutirnir eru... en sem betur fer hefur lagerinn ekki tekið stakkaskiptum eins og vanalega þegar breitt er í búðinni, mér finnst alveg ferlegt þegar skipulaginu inn á lager er breitt.
Ég mætti fersk í morgun rétt mátulega til að sjá lögguna koma og taka einhverja fyllibyttuna sem hafði verið að reyna stela vodka. Atli nappaði hana svona í tilefni dagsins, hann á nefnilega afmæli í dag og af þeim ástæðum settu strákarnir miða á bakið á honum sem á stóð "Ég á afmæli í dag... kysstu mig" Rétt eftir að löggan var búin að taka þjófóttu fyllibyttuna þá kom önnur inn. Einhver fullur kall sem ætlaði að vera aðeins of vinarlegur við mig, ég bað hann vinsamlegast um að vera ekki að faðma mig.

Annars leið dagurinn frekar fljótlega því það var bara þó nokkuð að gera þrátt fyrir að það væri þriðjudagur sem er yfirleitt rólegasti dagur vikunnar.

Engin ummæli: