fimmtudagur, júní 12, 2003

mig langar í sumarfríííí!!! ahhh ok bara einn dagur eftir...

og auðvitað er verkleg skylda allan daginn á morgun, frá 8 til 15. Fyrst er hjarta- og lungnakrufning, eftir hádegi verklegt í öndun (lífeðlisfræðilegt) Þurfti líka að mæta klukkan 8 í morgun, skoða nefhol og ennisholur, hef ekki þurft að vakna svona snemma síðan fyrir páska enda var ég líka hálf sofandi allan daginn og steinsofnaði svo þegar ég kom heim. Ég var nú ekki sú eina sem var hálf sofandi, reyndar tóku sumir bara skerfið til fulls eins og hann Dag Kristoffer sem svaf vært á sýnakassanum sínum í mikrokurs í dag þar sem við vorum að skoða lungavef og slímhimnur úr nefholinu.

En svo er að pakka og svona á morgun, það er erfitt að pakka svona fyrir heimferð. Yfirleitt ferðast ég mjög létt en þegar maður er að fara heim til Íslands þar sem allra veðra er von þá þarf maður helst að taka allan fataskápinn með sér (allavega það sem er í notkun) og núna þarf ég líka að taka með drusluföt fyrir fjósavinnuna. Mér finnst að flugfélög ættu að hafa sér reglur um farangur fyrir fólk sem býr í raun í tveimur löndum, eins fyrir fólk sem er að flytja úr landi og einnig fyrir fólk sem er að flytja aftur heim. 20 kg er bara ekki raunhæft.

Engin ummæli: