föstudagur, júní 13, 2003

Þá er ég komin í sumarfrí...jei... samt er þetta bara plat sumarfrí því strax eftir helgi þarf ég að fara mjólka kýr í sveitinni í 4 vikur. Skrítnasti skilduáfangi sem ég hef farið í...en samt ég fæ nú að vera á Íslandi.
Í morgun vorum við að krafla í hjörtum og lungum úr grís og kú, og mikið rosalega eru kýr með stórt hjarta! kjempestort eins og við segjum hér í norge. Grísinn okkar hafði verið með sýkingu í lungunum sem sást á því að hluti lungnana var dekkri og ef maður skar í dökku blettina þá kom slím út. Stian finnst voðalega gaman að fíflast með innyfli og kemur stundum með smá atriði í krufningum. Fyrir larvervy birtist hann með risa nautseystu og tippi með ( og naut eru með stór tippi örugglega svona metri á lengd ) Þessu slengdi hann á borðið hjá okkur stelpunum eða gekk um og sveiflaði tippinu. Í dag var hann með tvö atriði.
Atriði 1: var með 3 eystu af óþekktri dýrategund og jogglaði þeim.
Atriði 2: seinna í tímanum labbaði hann um stofuna og sýndi listaverkið sitt, hann var búinn að púsla saman lungunum og hjörtunum og búa til hundshaus. Fituköklar fyrir augu, hlutar af lunga voru lafandi eyru.

Eftir hádegi var svo verkleg lífeðlisfræði, öndun. Jan Olav bauðst til að vera tilraunadýr og var látinn anda í öndunarmæli. Fyrst var hann látinn anda sama loftina að sér til að sjá hvaða áhrif aukið koltvíoxiðmagn og minnkandi súrefnismagn hefði á öndunina. Kennarinn stoppaði hann loksins þegar Jan Olav var farinn að anda ansi djúpt og hratt og farinn að blána. Næst var athugað hvaða áhrif aukið koltvíoxíðmagn en sama súrefnismagn hefði á öndunina, og síðast hvað gerðist við minnkandi súrefnismagn. Svo vorum við öll látin mæla andrýmdina hjá okkur. Svo sem alveg áhugavert en samt... að halda okkur svona lengi í skólanum bara fyrir þetta.

Engin ummæli: