Nú er bara að pakka og svona, ég þarf að rífa mig upp eldsnemma á morgun til að taka lestina 7:30. Ég fór í bókabúð áðan og keypti bækur til að lesa, ég gleymi mér alveg inní svona bókabúðum, verð bara að hafa hemil á mér... keyptir bara 4 bækur... eina matreiðslubók um pastarétti svo það verður bara pasta pasta pasta hjá mér á næstunni, var orðin leið á indversku réttunum sem ég hef verið að elda og vantaði nýja matreiðslubók, fann líka aðra með alveg rosalega girnilegum grænmetisréttum en ég kaupi hana bara seinna. Svo ætlaði ég að kaupa eina bók til að lesa í lestinni, endaði með því að ég keypti þrjár... High fidelity, mér fannst myndin svo skemmtileg að bókin hlýtur að vera góð og svo keypti ég tvær bækur úr Diskworld seríunni, þær eru nú svo fljótlesnar að það tekur varla að kaupa bara eina... Hjördís ég skal koma með þær heim í sumar svo þú getir lesið ;) Ég hefði alveg getað tekið með mér hálfa búðina ef hefði haft efni á því. Jájá ég er bókaormur.
Það var enn ein krufning í dag, tíkin er nú orðin einni löppinni fátækari. Okkur vantar alveg nafn á dýrið... einhverjar tillögur?? Þetta er tík, sjeffer-blendingur.
 
Þetta eru ég, Þórunn og sænska konan sem ég man ekki hvaða heitir... og svo tíkin okkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli