fimmtudagur, maí 15, 2003

ég er svo aldeilis bit, um daginn sendi Þóra vinkona mér könnun þar sem maður átti að svara spurningum um hana og senda til baka og svo ef maður vildi gat maður sent könnunina áfram til vina sinna svo þeir gætu svarað sömu spurningum um mann sjálfan. Ég auðvitað svaraði samviskusamlega og sendi aftur til Þóru og sendi svo áfram til útvaldra fórnarlamba og hafa alveg heilir fjórir séð sér fært um að senda mér til baka. Nú var ég að fá mail frá Nönnu vinkonu og hélt ég að þarna væri spurningalistinn kominn vandlega útfylltur en neinei þá var hún bara að senda mér tóman spurningarlista svo ég gæti svarað *hnuss*. Sumt fólk kann sig bara ekki. Reyndar fannst mér nú sniðugust svörin frá þeim systkinum Hjördísi og Hjalta (ekki sami Hjalti og er hér í norge... afhverju þarf fólk alltaf að heita sömu nöfnunum??) sniðugt frá Hjördísi því hún þekkir mig svo vel híhíhí og Hjalti veit nú alveg ótrúlegustu hluti um mig... og það sem hann veit ekki giskar hann mjög skemmtilega á híhíhí

Engin ummæli: