fimmtudagur, maí 01, 2003

ég er búin að vera lesa um auga í dag, svolítið seinlesið en samt áhugavert. Ég er búin að teikna þessa líka fínu mynd af auga og merkja inná hin mismunandi lög og hluti sem ég litaði svo með nýju fínu trélitunum mínum. Efast samt um að ég nái að lesa yfir eyrað fyrir morgundaginn, kannski ég renni bara yfir það en glósi bara seinna... Mannsaugun eru samt eitthvað svo fátækleg miðað við hjá öðrum dýrum, við erum til dæmis ekki með þriðja augnlokið, já ég endurtek þriðja augnlokið. Önnur dýr hafa þrjú augnlok en við höfum af einhverjum ástæðum ákveðið að láta okkur bara nægja að hafa tvö. Svo eru við og svín ekki með tapetum lucidum lag í augunum sem er svona "spegill" sem endurvarpar ljósinu sem kemur inn í augað, þá sér maður betur í myrkri. Þess vegna "lýsa" augu í myrkri hjá dýrum. En við svínin verðum að láta okkur nægja að væflast bara um á daginn því við höfum ekki góða nætursjón eins og önnur spendýr. Nú er alveg tilvalið að skjóta inn þeim fróðleik að fyrstu spendýrin voru náttfarar og svo þróuðust sum í það að vera dagfarar, ætli við svínin höfum ekki gengið hvað lengst í þeirri þróun með því að missa tapetum lucidum lagið góða.

Engin ummæli: