miðvikudagur, apríl 30, 2003
jæja ég dröslaðist út í pakistanabúðina og keypti grænmeti, á eggaldin sem er á síðasta snúning svo ætli ég geri ekki indverskan eggaldinsrétt. Ég er samt alveg ótrúleg þegar ég er að versla svona, gleymi alltaf að kaupa eitthvað. Eins og núna þá er mig búið að langa alveg ofsalega í gulrótarköku svo ég ákveð að fyrst ég sé nú á annað borð á leiðinni út í búð þá geti ég bara keypt það sem mig vanti (eins og t.d. gulrætur...) Svo eftir að hafa náð í grænmeti fyrir utan búðina (já það er allt geymt úti í góða veðrinu :) þá fer ég inn til að ná í það sem mig vantar í kökuna og hugsa "já svo þarf ég að muna eftir því sem mig vantar í kökuna" þannig að ég fer og næ í döðlur (sem voru á hálfviðri ferlega sniðugt) og hnetur og þá einhvern vegin fannst mér allt vera komið, svo rétt man ég eftir því að kaupa mjólk sem var nú ein að aðalástæðunum sem ég þurfti að fara út í búð, get ekki verið mjólkurlaus, en ég mundi bara eftir mjólkinni því ég rak augun í kælinn. Svo borga ég allt saman og fer út á stoppustöð. Svo þegar ég er að labba úr strætó að blokkinni þá man ég eftir því að ég á engin egg og hveitið er að verða búið svo ég get bara ekkert bakað neina köku á morgun! Kannski verður 7-11 opið á morgun þar er alltaf opið á sunnudögum svo ef ég fæ rosalega bökunarlöngun þá labba ég þangað. Nú gæti einhver hugsað með sjálfum sér "já en Herdís afhverju skrifaru ekki bara á miða það sem þig vantar" ég er bara ósköp lítil miðamanneskja, það er varla að ég geri miða þegar ég er að fara ferðast og jafnvel þótt ég geri miða þá gleymi ég að skrifa eitthvað niður eða þá ég lít fram hjá einhverju á miðanum og gleymi þannig að kaupa það. Mér er bara ekki viðbjargandi. Er með verslunarfötlun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli