fimmtudagur, apríl 24, 2003

Ég fór á Folkeregesteriet áðan til að fá útskýringu á þessu heimilisfangi mínu. Þar var nú ansi almennilegur maður sem ég skildi alveg fullkomlega, mér finnst gaman þegar ég skil fólk. En það var samt ekkert sem hann gat gert fyrir mig, málið er að Moldegata 15 er skráð í póstnúmerinu 0468 og þau geta ekkert breytt því á folkeregesteriet, pósturinn er semsagt að ibba sig yfir einhverju sem er bara honum að kenna, ég bý bara í tveimur póstnúmerum annað er fyrir Moldegötu og hitt fyrir Bjölsen studentby. Ekkert sem ég get gert í málinu.

Engin ummæli: