laugardagur, apríl 19, 2003

Í dag voru loksins búðir opnar svo ég notaði tækifærið og labbaði út í búð til að byrgja mig upp svo virðist sem öll gamalmennin í hverfinu hafi ákveðið að gera hið sama því það var ekki þverfótað í búðunum fyrir gömlu fólki sem lúsaðist um og þvældist fyrir. Það er alveg ótrúlegt með þetta fólk að það þarf alltaf að stoppa í dyrunum, maður ætlar þá að komast framhjá og ákveður t.d. að fara hægra megin við það en þá hallast gamalmennið til hægri og maður heldur að það ætli að labba í þá átt og ákveður að labba vinstra megin við það en þá tekur gamalmennið skref til vinstri svo maður má hafa sig allan við að rekast ekki á það og valda því að gamalmennið detti og mjaðmagrindarbrotni.

Engin ummæli: